Hér geta foreldrar, kennarar, þjálfarar, félagsráðgjafar, stuðningsfulltrúar og aðrir sótt um styrk fyrir barn sem þarf á aðstoð að halda. Markmið Minningarsjóðs Ölla er að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Sjóðurinn greiðir kostnað vegna æfingagjalda, íþróttafatnaðs, keppnis- og æfingaferða o.s.frv. Vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan og við skoðum fyrirspurnina og setjum okkur svo í samband við þig. Athugið að við þurfum ekki nafn og kennitölu barnsins að svo stöddu. Við svörum öllum fyrirspurnum og köllum þá eftir frekari upplýsingum.